Tryggvi Sigurberg Traustason tryggði Selfossi nauman sigur á Herði, 25:24, í viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi í dag en leikurinn var sá næst síðasti á árinu í Grill 66-deild karla. Tryggvi Sigurberg skoraði úr vítakasti sem Sölvi Svavarsson fékk þegar brotið var á honum í upplögðu marktækifæri fimm sekúndum fyrir leikslok. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu hiklaust vítakast og sendu Kenya Kasahara leikmann Harðar út af í kjölfarið.
Þegar Tryggvi Sigurberg skoraði sigurmarkið hafði Selfossliðið ekki skoraði mark í 11 mínútur og misst á þeim tíma niður fimm marka forskot, 24:19. Sóknarleikur Selfossliðsins hrökk í baklás síðustu 10 mínúturnar eftir að hafa verið góður. Raunar gengið eins og í sögu um tíma eftir hálfleikinn. Selfoss var yfir, 11:9, í hálfleik og náði mesta átta marka forskoti, 21:13, þegar 17 mínútur voru eftir. Þá hófst gagnsókn Ísfirðinga sem nærri hafði skilað þeim öðru stiginu. Á þessum tíma var Jonas Meier einnig öflugur í marki Harðar.
Selfoss er í öðru sæti Grill 66-deildar með 16 stig eftir 10 leiki. Næsti leikur liðsins verður gegn HBH 1. febrúar. Sama dag fær Hörður liðsmenn Hauka2 í heimsókn á Torfnes.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildinni.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Alvaro Mallols Fernandez 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 10.
Mörk Harðar: Jose Esteves Neto 7, Daníel Wale Adeleye 3, Jhonatan C. Santos 3, Ólafur Brim Stefánsson 3, Endijs Kusners 2, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Kenya Kasahara 2, Kei Anegayama 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 13.