Alpla Hard reif sig upp úr næst neðsta sæti austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með öruggum sigri á Handball Tirol á heimavelli í dag, 34:27, í fjórðu umferð deildarinnar. Staðan í hálfleik var 14:12.
Tumi Steinn Rúnarsson átti enn einn prýðisleikinn með Alpla Hard. Hann skoraði 7 mörk í dag og var næst markahæstur. Einnig gaf Tumi Steinn 5 stoðsendingar.
Tryggi Garðar Jónsson skoraði 1 mark fyrir Alpla Hard og gaf eina stoðsendingu. Annars er Tryggvi Garðar helst í hlutverki varnarmanns hjá liðinu.
Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard sem hefur nú þrjú stig eftir fjóra leiki og lyftist upp í 7. sæti úr 17. og næst neðsta sæti.
Stöðuna í austurrísku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks að finna hér.