Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Alpla Hard vann Graz, 38:30, í Graz í kvöld en leikurinn var sá fyrsti í 5. umferð efstu deildar austurríska handknattleiksins í karlaflokki.
Um var að ræða annan sigurleik Alpla Hard. Liðið hefur nú fimm stig í fjórða sæti en viðbúið er að það kunni að breytast eftir að flest önnur lið deildarinnar hafa lokið viðureignum sínum í 5. umferð.
Tryggvi Garðar Jónsson kom ekki við sögu í leiknum en hann er leikmaður Alpla Hard og Hannes Jón Jónsson er þjálfari liðsins og hefur verið frá 2021.
Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.