- Auglýsing -
Miðjumaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson hefur samið við þýska 2. deildarliðið Coburg. Vísir sagði frá þessu í gærkvöld og hefur samkvæmt heimildum. Þar kemur ennfremur fram að Coburg greiðir Val fyrir að fá Tuma Stein strax. Samningur hans við Val átti að renna út í sumar.
Tumi Steinn verður gjaldgengur með Coburg þegar keppni hefst á nýjan leik í þýska handboltanum um næstu mánaðarmót. Coburg er í 13. sæti af 20 liðum í deildinni.
Tumi Steinn er 21 árs gamall. Hann gekk til liðs við Val sumarið 2020 eftir að hafa leikið með Aftureldingu um tveggja ára skeið en annars lék Tumi Steinn upp yngri flokka upp í meistaraflokk með Hlíðarendaliðinu. Einnig lék Tumi Steinn talsvert af leikjum með yngri landsliðum Íslands og var m.a. í silfurliðinu á EM 2018 í flokki 18 ára liða.
- Auglýsing -