- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þurfa að vinna upp fjögurra marka tap í Érd

Steinunn Björnsdóttir að skora eitt af fimm mörkum sínum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrri viðureigninni við Ungverja í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu með fjögurra marka mun, 25:21, á Ásvöllum í dag. Ungverjar voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 14:10. Síðari viðureign liðanna verður í Érd í Ungverjalandi á miðvikudaginn. Íslenska liðið þarf á fimm marka sigri að halda í ytra til þess að tryggja sér keppnisrétt á HM sem fram fer undir árslok.


Íslenska liðinu tókst að rétt sinn hlut á síðustu tíu mínútum leiksins. Liðið var átta mörkum undir, 20:12, eftir 18 mínútna leik í síðari hálfleik. Hafði aðeins skorað tvö mörk. Á næstu tíu mínútum skoraði íslenska liðið átta mörk gegn tveimur og náði að minnka muninn niður í tvö mörk. Því miður lánaðist ekki að halda þeim litla mun alveg til leiksloka.

Hafdís Renötudóttir markvörður varði afar vel í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög kaflaskiptur. Á síðustu mínútum fyrir hálfleik og lengst af síðari hálfleiks gekk sóknarleikurinn ekki sem skildi. Oft tapaðist boltinn á mjög einfaldan hátt. Ekki bætti úr skák að mörg ákjósanleg færi nýttust ekki, þar á meðal tvö vítaköst.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sendir boltann frá sér. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Varnarleikurinn var hinsvegar fínn og markvarsla Hafdísar Renötudóttir góð. Eftir að hún komst á bragðið eftir 10 mínútur varði hún allt hvað af tók.


Vissulega verður róðurinn þungur ytra en eins og maðurinn sagði, miði er möguleiki, alltént ef það tekst að bæta ýmsa vankanta í sóknarleiknum.


Mörk Íslands: Steinunn Björnsdóttir 5, Sandra Erlingsdóttir 4/4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, 33%.

Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 6/1, Csenge Kuczora 4, Nadine Schatzl 4, King Debrcezeni-Klivinyi 4, Gréta Márton 4, Alexandra Töpfner 2, Petra Füzi-Tóvizi 1.
Varin skot: Melinda Szikora 15, 45% – Blanka Bíró 1, 33,3%.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -