- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þurfum að halda aftur af hraða Íslendinga

Senjamin Burić í hörðum slag við Ýmir Örn Gíslason í fyrri leik Íslands og Bosníu í Laugardalshöllinni í byrjun nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Bosníski landsliðsmaðurinn, Senjamin Burić, segir í samtali við Sarajevo Times að ef bosníska landsliðið ætli að eiga í fullu tré við íslenska landsliðið verði það að halda aftur af hröðum leik og hraðaupphlaupum íslenska landsliðsins.

Landslið Bosníu og Íslands mætast í Sarajevó klukkan 18 í dag í fimmtu og næst síðustu umferð undankeppni EM 2026.


Bosníumenn verða að leggja allt í sölurnar í leiknum og ná sigri til þess að eiga einhverja möguleika á að ná öðru sæti riðilsins og þar með öruggu sæti í lokakeppninni sem fram fer í janúar á næsta ári.

„Við verðum að vera 110 prósent klárir í erfiðan leik. Ég vænti erfiðs en góðs leiks frá báðum liðum,“ segir Burić í fyrrgreindum viðtali við Sarajevo Times.

Þorsteinn Leó Gunarsson gerði Bosníumönnum gramt í geði með þrumuskotum í síðari hálfleik í fyrri leiknum í Laugardalshöll í nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Leikurinn skiptir íslenska landsliðið ekki síður máli en það bosníska vegna þess að með sigri tryggir íslenska landsliðið sér efsta sæti riðilsins og þar með væntanlega stöðu í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar í Herning í Danmörku fimmtudaginn 15. maí.

Markvörðurinn sterki ekki með

Skarð er fyrir skildi í landsliði Bosníu í kvöld. Markvörðurinn sterki og tvíburabróðir Senjamin sem vitnað er í að ofan, Benjamin Burić, er meiddur og tekur ekki þátt í leiknum.

Senjamin Burić treystir á öflugan stuðning í hinni gömlu keppnishöll, Mirza Delibašić Hall, í Sarajevó. Hann segir leikmenn bosníska landsliðsins leika best þegar þeir eru undir pressu.

Orri Freyr Þorkelsson skorar hjá Benjamin Burić í Laugardalshöllinni í fyrri leik Íslands og Bosníu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

A-landslið karla – fréttasíða.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -