- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær frá Íslandi í færeyska landsliðinu sem mætir því íslenska

Annika Friðheim Petersen fyrrverandi markvörður Hauka er í færeyska landsliðinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tvær færeyskar handknattleikskonur sem leika hér á landi, Ingibjørg Olsen hjá ÍBV og Natasja Hammer úr Haukum, eru í 24 kvenna æfingahópi færeyska landsliðsins sem býr sig undir vináttuleiki við íslenska landsliðið í Færeyjum um næstu helgi. Leikirnir verða liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir viðureignir í forkeppni heimsmeistaramótsins snemma í nóvember.


Auk Ingibjargar og Natösju er Annika Fríðheim Petersen fyrrverandi markvörður Hauka og núverandi markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Nykøbing-Falster á meðal leikmannanna 24 sem komu saman til æfinga í Þórshöfn í gær. Annika hefur um árabil verið fremst færeyskra markvarða í kvennaflokki.

Leikið í Skála og Klaksvík

Íslenska landsliðið hóf æfingar hér á landi í gær undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara. Liðið fer til Færeyja á föstudaginn. Fyrri leikurinn verður í Høllini á Skála á laugardaginn og sá síðari í Badmintonhøllini í Klaksvík á sunnudaginn.


Færeyingar mæta landsliði Kósovó í forkeppni HM. Báðar viðureignir fara fram í Istog í Kósovó 3. og 5. nóvember. Íslenska landsliðið glímir við landslið Ísrael á Ásvöllum 5. og 6. nóvember. Sigurliðin öðlast sæti í umspilsleikjum sem fram fara í vor og skera úr um þátttökurétt á HM sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 30. nóvember til 17. desember 2023.


Æfingahópur íslenska landsliðsins var valinn á dögunum. Hann er finna í neðangreindri frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -