- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær frá Íslandi kallaðar inn í færeyska landsliðið

Natasja Hammer t.h. ásamt Anniku Friðheim Petersen, fyrrverandi markverði Hauka og nú stöllu sinni í færeyska landsliðinu. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Tvær færeyskar handknattleikskonur sem leika hér á landi hafa verið valdar í A-landsliðið sem tekur þátt í tveimur síðustu leikjum landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins 20. og 23. apríl. Færeyingar mæta landsliðum Rúmena og Dana. Fyrri viðureignin verður í Þórshöfn gegn Rúmeníu og sú síðari í Danmörku.


Handknattleikskonurnar tvær sem leika hér á landi eru Ingibjørg Olsen, ÍBV, og Natasja Hammer hjá Haukum. Hammer er af íslensku bergi brotin. Faðir hennar er Finnur Hansson. Amma hennar og afi eru þar af leiðandi Hans Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmaður og Sólveig Birgisdóttir Björnssonar landsliðsmanns, landsliðsþjálfara og handknattleiksfrömuðar.


Til viðbótar lék sú þriðja hér á landi til skamms tíma, markvörðurinn Annika Fríðheim Petersen, sem nú er hjá Nykøbing Falster Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Hún fór frá Haukum í lok janúar eftir eins og hálfs árs veru. Petersen hefur nokkurt skeið verið aðalmarkvörður færeyska landsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -