- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum HM

Glaðbeittir leikmenn sænska landsliðsins eftir að þeir komust í undanúrslit á HM í kvöld eftir öruggan sigur á landsliði Katar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Spánar mæta Dönum í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptalandi á föstudag. Í hinni viðureign undanúrslitanna leika Frakkar og Svíar. Þetta lá fyrir í kvöld eftir að Spánverjar lögðu Norðmenn örugglega, 31:26, í Kaíró í kvöld þegar þrír leikir átta liða úrslita fór fram á sama tíma. Fyrr í kvöld unnu Danir Egypta, 39:38, eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Tvær Norðurlandaþjóðar verða þar með í undanúrslitum.


Svíar gjörsigruðu Katarbúa, 35:23. Þá unnu Frakkar skemmtilegt lið Ungverja í framlengingu, 35:32. Ungverjar tryggðu sé framlengingu með því að jafna metin, 30:30.
Norðmenn náðu sér ekki á strik gegn frábæru spænsku landsliði í kvöld. Ekki bætti úr skák að Sander Sagosen meiddist á mjöðm í fyrri hálfleik og gat ekkert verið með eftir það. Hann reyndi að koma inn í eina sókn í síðari hálfleik en hafði ekki erindi sem erfiði.

Leikmenn spænska landsliðsins fagna eftir sigur á Norðmönnum í kvöld. Mynd/EPA


Rodrigo Corrales, markvörður Spánverja, var frábær í leiknum og þá lék Alex Dujshebaev afar vel í síðari hálfleik og gerði út um vonir Norðmanna í síðari hálfleik þegar þeir reyndi áhlaup sín.

Noregur – Spánn 31:26.
Mörk Spánar: Alex Dujshebaev 8, Ruben Marchan Criado 6, Jorge Maqueda Peno 4, Angel Fernandez Perez 3, Ferran Sole Sala 3, Daniel Dujshebaev 3, Raul Entrerrios Rodriguez 1, Daniel Sarmiento Melian 1, Joan Canellas Reixach 1, Aleix Gomez Abello 1.
Mörk Noregs: Magnus Jöndal 6, Göran Johannessen 4, Sander Sagosen 4, Christian O’Sullivan 3, Aleander Blonz 3, Bjarte Myrhol 3, Petter Överby 2, Eivind Tangen 1.

Frakkar eru enn einu sinni komnir í undanúrslit á stórmóti í handknattleik karla. Mynd/EPA


Frakkland – Ungverjaland 35:32 – eftir framlengingu.
Mörk Frakklands: Michael Guigou 6, Hugo Descat 5, Nedim Remili 4, Romain Lagarde 3, Dika Mem 3, Nicolas Tournat 3, Valentine Porte 3, Ludovig Fabregas 2, Luc Abalu 2, Timothey N’Guessan 2, Luka Karabatic 1, Kentin Mahe 1.
Mörk Ungverjalands: Bence Banhidi 6, Mate Lekai 5, Bendeguz Boka 5, Zoltan Szita 4, Dominik Mathe 4, Richard Bodo 3, Adrian Sipos 1, Zsolt Balogh 1, Miklos Rosta 1, Pedro Rodriguez Alvarez 1.

Svíþjóð – Katar 35:23.
Mörk Svíþjóðar: Valter Chrintz 8, Lucas Pellas 8, Max Darj 5, Jonathan Carlsbogard 3, Alfred Jönsson 2, Felix Claar 2, Fredric Pettersson 2, Jim Gottfridsson 2, Daniel Pettersson 1, Hampus Wanne 1, Lukas Sandell 1.
Mörk Katar: Frankis Marzo 5, Ahmad Madadi 3, Youssed Ali 3, Mahmoud Hassaballa 3, Amor Dhiab 2, Raael Capote 2, Mustafa Alkrad 2, Marwan Sassi 1, Yassine Sami 1, Ameen Zakkar 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -