- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær skoruðu helming markanna í Kórnum

- Auglýsing -

Ungmennalið HK lagði ungmennalið Fram, 31:30, í hörkuleik í Grill 66-deild kvenna í Kórnum í gær. Viðureignin var afar jöfn og spennandi allt frá upphafi til enda. Framarar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.

Tveir leikmenn fóru hamförum í leiknum í Kórnum í gær. Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði 13 mörk fyrir HK og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir skoraði hvorki fleiri né færri en 17 mörk fyrir Fram. Þessi tveir leikmenn skoruðu nánast annað hvert mark sem skorað var í leiknum.

Þetta var annað tap ungmennaliðs Fram í deildinni á leiktíðinni og deilir það nú efsta sætinu með Gróttu. Hvort lið hefur 12 stig eftir átta leiki. HK er í sjötta sæti með sex stig eftir átta leiki og komst upp fyrir Víking með þessum góða sigri í Kórnum.


Keppni heldur áfram í Grill 66-deild kvenna annað kvöld þegar Afturelding sækir Víking heim klukkan 18.30. Víkingur leikur á ný á fimmtudagskvöld á heimavelli á móti ungmennaliði Vals. Umferðinni lýkur síðan um helgina með þremur leikjum.


Mörk HK U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 13, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 7, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 2, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1.
Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 17, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Ingunn Lilja Bergsdóttir 3, Margrét Björg Castillo 3, Telma Sól Bogadóttir 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -