- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveggja ára bið eftir sigri er lokið – myndir

Mynd/Finnbogi Marinosson
- Auglýsing -

Meistaraflokkur kvenna í Víking vann í dag sinn fyrsta deildarleik síðan 23. október 2018 þegar liðið mætti Selfossi í Víkinni, 28:26. Það eru því 2 ár, 3 mánuðir og 1 dagur liðnir frá því að Víkingskonur fögnuðu síðast sigri.


Selfoss tók fljótlega frumkvæðið í leiknum í Víkinni í dag og var með sex marka forskot, 7:1, þegar 8 mínútur voru búnar af leiknum. Víkingsstelpur breyttu þá um varnarafbrigði og söxuðu jafnt og þétt á forskotið en staðan í hálfleik var 14:13, Selfoss í vil.


Víkingsstelpur komust í fyrsta skipti yfir í stöðunni 16:15 þegar um 35 mínútur voru liðnar af leiknum og við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á í blálok leiksins. Víkingur fór með sigur af hólmi 28:26.


Í samtali við handbolta.is sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, sem stýrði kvennaliðinu í fjarveru Sigurlaugar Rúnarsdóttur, að hann hafi aldrei upplifað jafn mikla baráttu og vilja í einum leik eins og Víkingsstelpur sýndu að þessu sinni. Þær skildu gjörsamlega allt eftir á vellinum og það var alveg ljóst að þær ætluðu sér tvö stig fyrir Sillu og það tókst þeim svo sannarlega.

Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 11, Victoria McDonald 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 4, Steinunn Birta Haraldsdóttir 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Karólína Ósk Halldórsdóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1, Auður Brynja Sölvadóttir 1.

Mörk Selfoss: Lara Zidek 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Ivana Raikovic 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr leiknum í Víkinni í dag sem Finnbogi Marinosson sendi handbolta.is. Kærar þakkir fyrir sendinguna, Finnbogi.

Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
Mynd/Finnbogi Marinosson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -