- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveggja marka tap í Hannover

Marki fagnað í leiknum í Brimum í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir þýska landsliðinu með tveggja marka mun, 33:31, í síðari vináttuleik liðanna í Hannover í dag. Þjóðverjar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda ef undan er skilið einu sinni í fyrri hálfleik þegar Ísland var einu marki yfir, 8:7. Staðan í hálfleik var 19:14.


Varnarleikur íslenska liðsins var slakur í fyrri hálfleik í dag. Hann skánaði talsvert í síðari hálfleik, ekki síst í fyrri hluta hálfleiksins. Þar af leiðandi var markvarslan ekki góð fyrr en komið var vel inn í síðari hálfleik.


Uppstilltur sóknarleikur gekk lengst af vel. Því miður var nýting opinna færa slök. Ekki síst þann tíma sem Andreas Wolff stóð í markinu, þ.e. í um 45 mínútur.


Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon léku ekki með í dag.


Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson 8, Viggó Kristjánsson 8/3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Elvar Örn Jónsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Bjarki Már Elísson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Janus Daði Smárason 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 10/1, Björgvin Páll Gústavsson 2.
Mörk Þýskalands: Juri Knorr 13/8, Julian Köster 5, Kai Häfner 3, Jannik Kohlbacher 3, Johannes Golla 3, Patrick Groetzki 2, Christoph Steinert 2, Philipp Weber 1, Luka Mertens 1.
Varin skot: Andreas Wolff 15/1, Joel Birlehm 3/1.

Leikir á HM 2022 - D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -