- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir Fjölnismenn fara til Færeyja

Með nýjum bolta vill IHF útrýma notkun harpix í handbolta. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Tveir handknattleiksmenn úr Fjölni eru á leiðinni til Færeyja þar sem þeir ætla að leika í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Um er að ræða Egil Má Hjartarson og línumanninn sterka Victor Mána Matthíasson.


Eftir því sem næst verður komist hafa Egill Már og Victor Máni samið við StÍF í Skála sem er þéttbýlisstaður vestan megin í Skálafirði á Austurey. Lið félagins leikur í úrvalsdeildinni og vann úrslitakeppni liðanna sem höfnuðu í neðri hluta deildarinnar í vor.



Bjartur Már Guðmundsson fyrrverandi leikmaður Víkings lék með StÍF á síðasta keppnistímabili við góðan orðstír. Hann yfirgaf félagið eftir keppnistímabilið.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -