Tveir handknattleiksmenn eru að með tíu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 2020 hjá Samtökum íþróttafréttamanna, SÍ. Í morgun var upplýst hvaða tíu íþróttamenn voru efstir í kjörinu að þetta árið en niðurstöðu þess verður lýst þriðjudagskvöldið 29. desember í beinni útsendingu á RÚV. Vegna samkomutakmarkanna fellur hið árlega hóf niður að þessu sinni.
Handknattleiksmennirnir Aron Pálmarsson hjá Barcelona á Spáni og Bjarki Már Elísson, Lemgo í Þýskalandi, eru í hinum eftirsótta hópi að þessu sinni. Aron er nú á meðal tíu þeirra efstu í kjöri Íþróttamanns ársins í áttunda skipti. Bjarki Már er á listanum í fyrsta sinn.
Eins og undanfarin ár verður lið ársins einnig heiðrað auk þjálfara ársins. Í því kjöri hlutu handknattleikþjálfarar eða lið ekki náð fyrir augum margra félagsmanna SÍ að þessu sinni.
Alls tóku 30 félagsmenn þátt í kjörinu í ár frá tíu fjölmiðlum, þar af fjórar konur og hafa þær aldrei verið fleiri innan SÍ en nú. Handbolti.is tók þátt í kjörinu í fyrsta sinn með einn fulltrúa af karlkyni.
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson var kjörinn Íþróttamaður ársins 2019.
Átta ár eru liðin frá því að handknattleiksmaður var síðast kjörinn íþróttamaður ársins. Þá hreppti Aron Pálmarsson hnossið. Átta handknattleiksmenn hafa hlotið nafnbótina frá því að SÍ stóð fyrst að kjörinu 1956.
Íþróttamenn ársins úr handbolta: 1964 - Sigríður Sigurðardóttir 1968 - Geir Hallsteinsson 1989 - Alfreð Gíslason 1997 - Geir Sveinsson 2002 - Ólafur Stefánsson 2003 - Ólafur Stefánsson 2006 - Guðjón Valur Sigurðsson 2008 - Ólafur Stefánsson 2009 - Ólafur Stefánsson 2010 - Alexander Petersson 2012 - Aron Pálmarsson
Sjö karlar og þrjár konur eru að meðal tíu efstu að þessu sinni og eru átta úr röðum hópíþrótta og tveir úr einstaklingsgreinum.
Tíu efstu í stafrófsröð: Anton Sveinn McKee, sund Aron Pálmarsson, handknattleikur Bjarki Már Elísson, handknattleikur Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrna Martin Hermannsson, körfuknattleikur Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur
Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson, knattspyrna Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna Heimir Guðjónsson, knattspyrna
Lið: Breiðablik kvenna knattspyrna Ísland U21 karla knattspyrna Ísland A-landslið knattspyrna