- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir Íslendingar í liði umferðarinnar

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en við val á liðinu er litið til nokkurra tölfræðiþátta og þannig metin frammistaða leikmanna í einstökum leikstöðum vallarins.

Elvar Örn Jónsson hjá Skjern skaraði fram úr öðrum leikmönnum í stöðu vinstri skyttu. Hann skoraði m.a. sjö mörk í níu skotum og átti auk þess þrjá stoðsendingar þegar lið hans Skjern tapaði fyrir Skanderborg á heimavelli í fyrrakvöld, 31:28, í hörkuleik. Einkunn Elvars Arnar 5,35.

Stórskyttan örvhenta, Rúnar Kárason, hefur farið afar vel af stað í deildinni en hann er á öðru keppnistímabili með Ribe-Esbjerg. Rúnar skoraði níu mörk í 14 skotum, ekkert úr vítakasti, auk þess að eiga þrjár stoðsendingar þegar Ribe-Esbjerg tapaði, 35:33, á útivelli fyrir Ágústi Elí Björgvinssyni og samherjum í KIF Kolding. Sú viðureign fór einnig fram í fyrrakvöld.

Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/EPA

Lið 2. umferðar er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Mikael Aggefors, Aalborg Håndbold (1) 4,15 MEP

Vinstra horn: Andreas Væver, KIF Kolding (1) 5,44 MEP

Vinstri skytta: Elvar Örn Jónsson, Skjern Håndbold (1) 5,35 MEP

Miðjumaður: Sebastian Skube, Bjerringbro-Silkeborg (1) 6,56 MEP

Hægri skytta: Rúnar Kárason, Ribe-Esbjerg HH (1) 6,21 MEP

Hægra horn: Andreas Flodman, KIF Kolding (1) 5,76 MEP

Línumaður: Lukas Jørgensen, Århus Håndbold (1) 7,35 MEP

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -