- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir Íslendingar slógu í gegn

Oddur Gretarsson á fullri ferð í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Tveir íslenskir handknattleiksmenn slógu svo hressilega í gegn með frammistöðu sinni í 9. umferð þýsku deildarinnar sem leikin var um síðustu helgi að þeir fengu sæti í liði umferðarinnar. Um er að ræða Akureyringinn Odd Gretarsson sem skoraði níu mörk fyrir Balingen er liðið krækti í annan sigur sinn í deildinni á leiktíðinni, gegn Erlangen á útivelli, 34:32. Oddi brást ekki bogalistin í einu skoti í leiknum. Þrjú marka sinna skoraði hann úr vítaköstum.

Viggó Kristjánsson heldur áfram að fara á kostum með Stuttgart. Mynd/Stuttgart


Hinn er Seltirningurinn Viggó Kristjánsson leikmaður Stuttgart. Viggó skoraði 11 mörk í 16 skotum og var með fullkomna nýtingu í fjórum vítaköstum þegar Stuttgart tapaði, 34:30, fyrir Flensburg á útivelli.
Viggó hefur slegið í gegn í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni og er m.a. markahæstur ásamt Robert Weber með 71 mark eftir níu umferðir. Ítarlegt viðtal var við Viggó á handbolti.is fyrir skömmu og það má nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -