- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir íslenskir sigrar

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo höfðu betur í hörkuleik við Odd Gretarsson og félaga í Balingen í kvöld, 26:25, en leikið var á heimavelli Balingen-liðsins sem var fimm mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.


Svíinn Jonathan Carlsbogard kom Lemgo í fjögurra marka forystu þegar rúmar sjö mínútur voru til leikslok, 26:22. Leikmenn Balingen gerðu harða hríð að gestum sínum á endasprettinum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeim tókst aðeins að skora þrisvar sinnum og mátti bíta í það súra epli að sjá leikmenn Lemgo fagna sigri í leiklok.


Bjarki Már skoraði fimm mörk í níu skotum. Þar af skoraði hann tvisvar úr vítakasti. Oddur skoraði tvö mörk, bæði úr vítakasti, í þremur skotum.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson og leikmenn unnu stigin tvö sem voru í boði í viðureigninni við HC Erlangen á heimavelli Melsungen, 31:29. Timo Kastening og Julius Kuhn voru allt í öllu í sóknarleik Melsungen með ellefu og átta mörk. Arnar Freyr hafði sig lítt í frammi og skoraði ekki mark.


Önnur úrslit í kvöld:
Ludwigshafen – Wetzlar 27:27.
Leipzig – Tusem Essen 26:23.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 30 (17), Magdeburg 26 (18), Rhein-Neckar Löwen 26 (18), Kiel 25 (14), Füchse Berlin 23 (18), Bergischer 22 (19), Göppingen 21 (17), Leipzig 21 (18), Wetzlar 21 (19), Melsungen 19 (16), Hannover-Burgdorf 18 (19), Lemgo 18 (19), Erlangen 18 (20), Stuttgart 17 (19), GWD Minden 14 (18), Balingen 11 (19), Nordhorn 9 (18), Ludwigshafen 9 (19), Essen 7 (18), Coburg 7 (19).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -