- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir leikmenn í sóttkví á HM

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Af 1.086 covid prófum sem tekin hafa tekin á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð og Póllandi hafa tvö reynst jákvæð, þ.e. smit hefur greinst hjá tveimur leikmönnum. Frá þessu segir í tilkynningu Alþjóða handknattleikssambandsins í dag.


Þeir jákvæði reyndust vera leikmaður belgíska landsliðsins annarsvegar og egypskur leikmaður hinsvegar. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en smit greindist hjá þeim eftir að lið þeirra luku riðlakeppninni.

Allir leikmenn þurftu að fara í próf eftir riðlakeppnina og fá neikvæða niðurstöðu til þess að verða gjaldgengir á næsta stig keppninni. Belgar og Egyptar eiga lið í milliriðlakeppninni.


Báðir leikmenn eru skermaðir af frá liðsfélögum sínum og undir eftirliti liðslækna. Þeir eru skimaðir reglulega og verða gjaldgengir á ný þegar neikvæð niðurstaða fæst og læknir þeirra metur þá vera fullfríska til þess að hefja leik á ný.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -