- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðanna skoruðu í 60. sigrinum á HM

Orri Freyr Þorkelsson að skora fyrsta mark sitt á heimsmeistaramóti fyrir íslenska landsliðið. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þrór leikmenn léku í fyrsta sinn fyrir íslenska landsliðið í handknattleik á heimsmeistaramóti í kvöld þegar íslenska landsliðið vann Grænhöfðaeyjar, 34:21, í upphafsleik sínum á 29. heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Zagreb Arena.

Þar með hafa 155 leikmenn tekið þátt fyrir Íslands hönd á HM frá 1958 í alls 139 leikjum. Af leikmönnunum 155 hafa 118 þeirra skorað a.m.k. eitt mark.

Um er að ræða Orra Frey Þorkelsson, Svein Jóhannsson og Þorstein Leó Gunnarsson. Orri Freyr og Þorsteinn Leó komu talsvert við sögu var sá fyrrnefndi besti leikmaður Íslands í leiknum að mati handbolti.is.


Orri Freyr og Þorsteinn Leó gerðu gott betur en að taka þátt í leiknum. Þeir komust báðir á blað markaskorara og voru með fullkomna skotnýtingu.

Orri Freyr skoraði átta mörk í fyrsta HM-leiknum. Hann var einnig markahæstur með átta mörk. Fyrsta HM-markið skoraði Orri Freyr eftir 2 mínútur og 45 sekúndur. Hann jafnaði metin, 1:1.

Þorsteinn Leó Gunnarsson lék í fyrsta sinn á HM í kvöld og skoraði tvö mörk. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Leó skoraði tvö mörk, hið fyrra eftir liðlega 55 mínútna leik en hitt var 34. og síðasta mark íslenska landsliðsins í leiknum á síðustu stundu. Þorsteinn átti einnig frábæra stoðsendingu á Gísli Þorgeir Kristjánsson þegar hinn síðarnefndi skoraði 18. og síðasta mark Íslands í fyrri hálfleik.

Sveinn Jóhannsson etur kappi við varnarmenn í leiknum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Sveinn kom minna við sögu enda nýlega kominn inn í hópinn eftir að hafa verið kallaður til móts við hann fyrir viku vegna meiðsla Arnars Freyr Arnarssonar.

Sigurinn í kvöld var sá 60. hjá íslensku landsliði á HM í 139 viðureignum á HM frá 1958. Fyrsti sigurinn var á Rúmenum, 13:11, 1. mars 1958 í Hermann Giesler Halle í Magdeburg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -