- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir nýliðar og tvær hættar – landsliðshópur kvenna valinn

Kvennalandsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 3. mars til undirbúnings vegna leikja í umspili HM í apríl. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


A-landslið kvenna í handknattleik kemur saman hér á landi 3. mars nk. til æfinga sem standa yfir í viku en liðið hefur þá undirbúning sinn fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2025. Ísland leikur tvo leiki gegn Ísrael að Ásvöllum 9. og 10. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega í þeim tveimur leikjum tryggir sér sæti á HM 2025 sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok árs.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn til æfinganna í byrjun mars.


Nýliðar eru Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir úr Haukum. Sú síðarnefnda hefur áður verið í æfingahópi. Sonja Lind er stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu eftir að leikið með yngri landsliðum, U18, U19 og U20 ára síðustu árin.

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður Blomberg-Lippe er ristarbrotin.

Eftir því sem handbolti.is kemst næst hafa Sunna Jónsdóttir, ÍBV, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram, ákveðið að láta gott heita með landsliðinu eftir meira en hálfan annan áratug í eldlínu landsliðsins.


Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (68/3).
Hafdís Renötudóttir, Valur (67/1).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (9/0).

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (4/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (61/109).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (33/6).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (7/11).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (21/67).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (28/55).
Elísa Elíasdóttir, Valur (21/18).
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar (0/0).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (22/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (8/13).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (24/10).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (25/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (57/138).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (122/245).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (33/145).
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (0/0).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (56/86).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (87/187).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Stjarnan (4/2).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -