- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir sigrar hjá Maksim og lærisveinum í aðdraganda HM

Maksim Akbachev, fyrir miðri mynd. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslendingar verða ekki aðeins í eldlínunni með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem hefst í Króatíu á miðvikudaginn. Maksim Akbachev fyrrverand þjálfari hjá m.a. Gróttu, Val og Haukum, er þjálfari U19 ára landsliðs Barein. Hann hefur verið með leikmenn sína í æfingabúðum síðustu daga auk þess sem liðið hefur leikið þrjá vináttuleiki.


Bareinar töpuðu fyrir Slóvenum, 26:21, unnu Japan, 33:23, og Chile 32:18, á alþjóðlegu æfingamóti sem lauk um helgina.

Maksím og lærisveinar hans verða í D-riðli á HM með landsliðum Spánar, Brasilíu og Suður Kóreu. Síðarnefnda liðið verður fyrsti andstæðingur Bareina á miðvikudaginn í bænum Koprivnica í Króatíu. Á sama stað leikur íslenska landsliðið einnig sína leiki í riðlakeppni mótsins gegn Tékklandi, Japan og Afríkumeisturum Egyptalands.


Talsverð gróska er í handknattleik karla í Barein. U21 árs landslið þjóðarinnar náði sínum besta árangri á HM 21 árs landsliða sem lauk í upphafi mánaðarins og hafnaði í 13. sæti.

Var það í fyrsta skipti sem yngra landslið Barein kemst í 16-liða úrslit á HM í þessum aldursflokki. Liðið skaut m.a. Slóvenum ref fyrir rass í riðlakeppni mótsins.

Maksím kom til starfa í Barein í vor. Fleiri Íslendingar starfa fyrir handknattleikssamband Barein en Aron Kristjánsson hefur verið þjálfari A-landsliðs karla í Barein undanfarin ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -