- Auglýsing -
- Auglýsing -

Maksim tekur að sér viðamikið starf í Barein

Maksim Akbachev, fyrir miðri mynd. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Maksim Akbachev, fráfarandi yfirþjálfari barna- og unglingastarfs handknattleiksdeildar Gróttu, hefur ákveðið að söðla um, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hann hefur verið ráðinn handknattleiksþjálfari í Barein og heldur utan á næstu dögum. Í Barein mun Maksim vinna að þróun og þjálfun á landsliðsmönnum þeirra ásamt því að þjálfa unglingalandsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í lok júní og í byrjun júlí, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.


„Ég hef ákveðið að fjúga á vit ævintýranna eftir 3 frábær ár hjá Gróttu. Ákvörðunin var alls ekki auðveld því hér hefur mér liðið mjög vel við þjálfun og í hlutverki yfirþjálfara. Ég vil þakka öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og öðrum innilega fyrir samstarfið og fyrir mig – ég hlakka til að fylgjast áfram með ykkur!,“ er haft eftir Maksim í fyrrgreindri tilkynningu Gróttu.

Maksim hefur verið þjálfari hjá Gróttu frá 2020 og undanfarin tvö ár sem yfirþjálfari við góðan orðstír. Skarð er því fyrir skildi. Hann var einnig um árabil hægri hönd Arnars Daða Arnarssonar við þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu.

„Maks hefur stýrt þremur yngri flokkum á þessu keppnistímabili sem allir hafa nú fengið nýja öfluga þjálfara,“ segir ennfremur í tilkynningu Gróttu.

Staða yfirþjálfara barna- og unglingadeildar Gróttu í handknattleik er nú laus og segjast Gróttumenn þegar vera komnir á útkikkið í þeim efnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -