Eftir nokkra fjarveru hafa Manuel Strlek og Ivan Cupic gefið kost á sér í landslið Króatíu í næstu verkefnum þess. Lino Cervar, landsliðsþjálfari greindi frá þessu í gær, þegar hann tilkynnti um landsliðshóp sinn sem tekur þátt í leikjum í Evrópubikarkeppni landsliða sem hefst í byrjun nóvember.
Strlek og Cupic gefa ekki aðeins kost á sér í leikina í undankeppni EM heldur einnig á HM Egyptalandi í janúar og í umspilið fyrir Ólympíuleikana sem á að fara fram í vor.
Cervar valdi 19 leikmenn til að búa sig undir leikina tvo í Evrópubikarkeppni landsliða þar sem Evrópumeistarar Spánar, Króatar, Ungverjar og Slóvakar mætast. Tvær síðarnefndu þjóðirnar verða gestgjafar EM 2022 og Spánverjar og Króatar höfnuðu í tveimur fyrstu sætunum á EM í byrjun þessa árs.
Króatar leika við Slóvaka í Bratislava 4. nóvember og þremur dögum seinna taka þeir á móti Ungverjum í Osijek í Króatíu.
Króatíski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Marin Šego – Montpellier HB
Ivarn Pesic – HC Meshkov Brest
Ivan Cuoic – RK Vardar 1961
Josip Bozic Pavletic – RK PPD Zagreb
Manuel Štrlek – Telekom Vészprém HC
David Mandic – RK PPD Zagreb
Željko Musa – SC Magdeburg
Mario Maric – MT Melsungen
Ilija Brozovic – TSV Hannover-Burgdorf
Marin Šipic – RK PPD Zagreb
Marko Mamic – SC DHfK Leipzig
Domagoj Duvnjak – THW Kiel
Halil Jaganjac – RK Nexe
Matej Hrstic – RK PPD Zagreb
Luka Cindric – Barcelona
Igor Karacic – HC Lomza Vive Kielce
Domagoj Pavlovic – MT Melsungen
Šime Ivic – HC Erlangen
Ivan Martinovic – TSV Hannover-Burgdorf