Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari fjórfaldra heimsmeistara Dana í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann ætlar að tefla fram á Evrópumótinu í næsta mánuði. Tveir stórmótsnýliðar eru í hópnum, Mads Svane Knudsen og Frederik Bo Andersen. Sá hinn síðarnefndi hefur gert það gott í vetur með HSV Hamburg.
Danir hafa unnið fjögur síðustu heimsmeistaramót en ekki verið eins lukkulegir á Evrópumótum sem þeir hafa ekki unnið síðan árið 2012.
Að vanda leikur danska landsliðið í Jyske Bank Boxen í Herning og verður að þessu sinni í riðli með landsliðum Portúgal, Norður-Makedóníu og Rúmeníu. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Makedóníu föstudaginn 16. janúar.
Danski EM-hópurinn:
Markverðir:
Emil Nielsen (FC Barcelona).
Kevin Møller (Flensburg-Handewitt).
Aðrir leikmenn:
Magnus Landin (THW Kiel).
Emil Jakobsen (Flensburg-Handewitt).
Johan Hansen (Skanderborg AGF).
Frederik Bo Andersen (HSV Hamburg).
Niclas Kirkeløkke (Flensburg-Handewitt).
Simon Pytlick (Flensburg-Handewitt).
Lasse Andersson (Füchse Berlin).
Lasse Møller (Flensburg-Handewitt).
Mads Svane (Bjerringbro-Silkeborg).
Rasmus Lauge (Bjerringbro-Silkeborg).
Mads Mensah Larsen (Skjern).
Mads Hoxer (Aalborg Håndbold).
Mathias Gidsel (Füchse Berlin).
Magnus Saugstrup (SC Magdeburg).
Simon Hald (Aalborg Håndbold).
Emil Bergholt (Skjern).
Lukas Jørgensen (Flensburg-Handewitt).


