- Auglýsing -
Vegna fréttar á handbolti.is í morgun um að karlalið Þórs á Akureyri í handknattleik sé í sóttkví eftir að einn leikmaður liðsins var í tengslum við smitaðan einstakling áður en hann fór á æfingu liðsins á þriðjudaginn hafði Magnús I. Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs , samband við handbolti.is og vildi koma eftirfarandi á framfæri:
„Bara svona rétt til að segja þetta rétt, þá fórum við í sjálfskipaða sóttkví eftir æfingu á þriðjudag vegna smits hjá konu leikmanns. Hann og annar aðili sem áttu í samneyti við hana fóru í próf í gær og var það neikvætt svo aðrir leikmenn eru lausir. Þessir 2 leikmenn aftur á móti eru í 2 vikna sóttkví.“
- Auglýsing -