- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö áfram en tvö eru úr leik

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tvö Íslendingalið komust í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik en tvö heltust úr lestinni. Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG töpuðu með fimm marka mun fyrir Wisla Plock í síðari viðureign liðanna í Póllandi í kvöld, 31:26, eftir þriggja marka sigur á heimavelli fyrir viku.

GOG kveður þar með keppnina eins og Kristianstad sem Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson leika með. Kristianstad beið lægri hlut fyrir Ómari Inga Magnússyni og liðsfélögum í SC Magdeburg, 39:31, í Magdeburg. Kristianstad tapaði einnig fyrri viðureigninni.


Viktor Gísli varði 10 skot, þar af tvö vítaköst í marki GOG í Plock í kvöld.


Rhein-Neckar Löwen, sem Ýmir Örn Gíslason leikur með, van Chekhovskiye Medvedi frá Rússlandi í Mannheim í kvöld, með tíu marka mun, 37:27. Rússarnir höfðu kreist fram eins marks sigur á heimavelli fyrir viku. Ýmir Örn var ekki einn þeirra sem skoraði fyrir Rhein-Neckar Löwen í leiknum.


Ómar Ingi átti enn einn framúrskarandi leikinn fyrir Magdeburg og skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Ólafur Andrés skoraði tvö mörk og átti ein stoðsendingu fyrir Kristianstad og Teitur Örn skoraði einu sinni.


Füchse Berlin var fjórða liðið sem vann sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildinnar. Berlínarliðið lagði Montpellier með átta marka mun á heimavelli í kvöld, 31:23. Montpellier hafði þriggja marka forskot eftir heimaleikinn. Forskotið rauk út í veður og vind í heimsókninni til Berlínar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -