- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö Íslendingalið unnu í kvöld en eitt tapaði

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi og landsliðsmaður. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Liðsmenn Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauðsynlegan sigur í annarri umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld er þeir sóttu ungverska liðið Tatabánya heim. Sigurinn var stór, 44:29, og gaf tvö stig í safnið. Á sama tíma skildu Flensburg og Toulouse jöfn í Flensborg, 34:34, sem voru úrslit sem hentuðu Gummersbach ekki vel.


Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach en Teitur Örn Einarsson ekkert. Gummersbach hefur fjögur stig og mætir Tatabánya á heimavelli eftir viku og Flensburg í lokaumferðinni eftir hálfan mánuð.

Toulouse í annað sætið

Jafntefli Toulouse og Flensburg varð til þess að franska liðið komst stigi upp fyrir Gummersbach í annað sæti riðilsins með fimm stig en Flensburg hefur sjö stig. Tatabánya er stigalaust á botninum.

Leikið í fjórum riðlum

Sextán liða úrslit eru leikin í fjórum fjögurra liða riðlum. Að riðlakeppninni lokinni sitja efstu liðin fjögur í hverjum riðli yfir en liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti taka þátt í útsláttarkeppni um keppnisrétt í undanúrslitum. Liðin úr öðru sæti dragast gegn liðum úr þriðja sæti.

Stiven skoraði fjögur

Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk þegar Benfiva lagði Ystads IF frá Svíþjóð, 36:31, i Lissabon. Benfica er í þriðja sæti i 2. riðli á eftir Limoges og Bidasoa sem mætast síðar í kvöld.

Tap hjá Degi

Dagur Gautason og félagar i Montpellier töpuðu fyrir harðskeyttu liði GOG í Danmörku, 33:27. Dagur skoraði ekki mark í fjórum skotum. Montpellier heldur efsta sæti riðilsins þrátt fyrir tapið, er stigi fyrir ofan GOG.

Úrslit leikja kvöldsins og stöðuna í riðlunum er að finna í greininni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -