- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö ungversk lið í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna

Leikmenn danska liðsins Esbjerg hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en ætla sér það núna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Átta úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik lauk í gær. Þar með varð ljóst hvaða lið berjast um titilinn eftirsótta á Final4 helginni í Búdapest 3. – 4. júní. Vipers og Györ tóku fyrstu tvo farseðlana með því að vinna sína leiki á laugardaginn. FTC og Esbjerg tryggðu sér hin tvö sætin með góðum útisigrum í gær.

Dregið verður í undanúrslit á morgun. Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand hefur unnið Meistaradeildina tvö undanfarin ár.

Úrslit helgarinnar

Vipers 40 – 31 Rapid Búkaresti (18 18)
Vipers vann samanlagt, 71 – 56.

  • Norska liðið tryggði sér sæti í Final4 þriðja árið í röð og á möguleika á að verða Evrópumeistari þriðja árið í röð.
  • Vendipunktur leiksins var þegar að Vipers náði 7 – 1 kafla á milli 37. og 45. mínútu leiksins.
  • Þetta var stærsta tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni auk þess hefur það aldrei fengið á sig eins mörg mörk í einum hálfleik eins og í þessum leik, 22 í síðari hálfleik.
  • Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Vipers tekst að skora 40 mörk eða meira. Met liðsins er 43 mörk gegn Banik Most.
  • Þetta er í fyrsta sinn sem að Rapid tapar tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni. Árangurinn er þó yfir væntingum flestra en þetta er fyrsta leiktíðin sem Rapid er með í Meistaradeild kvenna.
Larissa Nusser leikmaður Odense á auðum sjó á milli Estelle Nze Minko og Anne Mette Hansen leikmanna Györ. Mynd/EPA

Györ 37 – 28 Odense (21 14)
Györ vannsamanlagt, 66 55.

  • Györ byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 3 – 0 eftir 2 mínútur.
  • Það tók gestina um tíu mínútur að jafna leikinn. Þeir gerðu sig seka um marga tæknifeila sem að leikmenn Györ nýttu sér. Ungverska liðið fór með sjö marka forskot inní hálfleikshléið, 21 -14.
  • Ana Gros, Estelle Nze Minko og Nadine Schatlz skoruðu 71% af mörkum Györ í fyrri hálfleik. Á sama tíma náði lið Odense aðeins að skora úr 56% af sínum skotum.
  • Heimakonur héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu fjögur fyrstu mörk hálfleiksins. Eftir það var aldrei spurning hvorum meginn sigurinn hafnaði.
  • Ana Gros var markahæst í liði Györ með tíu mörk en hjá Odense var Bo van Wetering markahæst með sex mörk.

Metz 26 – 33 FTC (17 17)
FTC vann samanlagt, 59 – 58.

  • Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins. Þó var varnarleikur FTC mun öflugri sem gerði hlutina erfiðari fyrir franska liðið.
  • Heimaliðið byrjaði seinni hálfleikinn rólega. Það nýttu leikmenn FTC sér. Með góðum leik Angelu Malestein og Emily Bölk náði FTC að byggja hægt og rólega upp forskot.
  • FTC náði að jafna sex marka forskot Metz úr fyrri leiknum á 46. mínútu þegar að hin leikreynda Andrea Lekci kom ungverska liðinu í 27-21.
  • Markverðirnir Camille Depuiset hjá Metz og Blanka Bíro hjá FTC, háðu mikla keppni sín á milli og héldu draumi liða sinna á lífi. Það var þó Blanka Bíró sem vann þá baráttu. Hún hreinlega lokaði markinu seinustu fimm mínútur leiksins og tryggði liði sínu farseðilinn til Búdapest.
  • Angela Malestein var markahæst í liði FTC með átta mörk en Sarah Bouktit var markahæst hjá Metz, einnig með átta mörk.
Henny Ella Reistad leikmaður Esbjerg hefur snúið á Cristina Neagu leikmann CSM Bucuresti og samherja hennar í viðureign liðanna í Búkarest í gær. Mynd/EPA

CSM Búkaresti 31 – 33 Esbjerg (18 16)
Esbjerg vann samanlagt, 65 – 59.

  • Esbjerg er komið í Final4 í annað sinn í röð.
  • Öflug byrjun danska liðsins í seinni hálfleik, með 7 – 2 kafla var lykilinn af sigrinum.
  • Þetta var fyrsti tapleikur CSM á heimavelli á leiktíðinni.
  • Kristine Breistøl, Nora Mørk og Sanna Solberg-Isaksen skoruðu samtals 19 mörk fyrir Esbjerg í leiknum en Breistøl var þeirra markahæst með sjö mörk.
  • CSM þarf að bíða í ár í viðbót til þess að komast í Final4 úrslitahelgina en þangað hefur liðið ekki komist í fimm ár.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -