- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tylltu sér á toppinn

Eins og gefur að skilja voru leikmenn BSV Sachsen Zwickau glaðir með sigurinn á Solingen í kvöld eins og sjá má á myndinni. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau komust í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með öruggum sigri á Solingen, 33:25, á heimavelli. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin, sem hefur verið í efsta sæti nær allt keppnistímabilið fyrir TuS Lintfort, 27:17.

Tapið var vatn á myllu Díönu Daggar og félaga sem eru með 31 stig í efsta sæti eftir 18 umferðir af 26. Berlínarliðið hefur einnig 31 stig en hefur leikið einum leik fleira en BSV Sachsen Zwickau sem stendur þess utan betur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Herrenberg er í þriðja sæti og er með í baráttunni um efsta sætið en efsta lið deildarinnar fer rakleitt upp í 1. deild á næstu leiktíð.

Díana Dögg var ekki áberandi vð markaskorun gegn Solingen. Hún átti fjögur markskot sem öll geiguðu. Hún átti hinsvegar stoðsendingar og var einnig aðsópsmikil í vörninni að vanda.

Stórleikur verður á næsta laugardag þegar Díana og félagar sækja liðsmenn Herrenberg heim. Úrslit þess leiks geta ráðið miklu um röð þriggja efstu liða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -