- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Á leið í undankeppi EM í lok nóvember

Leikmenn og starfsmenn U18 ára landsliðsins Íslands. Efri röð f.v.: Silja Theodórsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Sara Dröfn Richardsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir. Inga Dís Jóhannsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir, Ágúst Þór Jóhannsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Dagur Snær Steingrímsson. Fremri röð f.v.: Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Elísa Elíasdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Annað sætið í B-deild Evrópumótsins í gær tryggði U17 ára landsliði Íslands sæti í undankeppni EM2023 sem fram fer 22. til 28. nóvember. Um verður að ræða mót sem fimm landslið taka þátt í og keppa um einn farseðil í lokakeppni EM 17 ára landsliða árið 2023.


Auk íslenska landsliðsins tekur serbneska landsliðið þátt en það hafnaði í öðru sæti í hinum riðli B-deildar EM sem lauk í Tblishi í Georgíu. Serbía tapaði fyrir hollenska landsliðinu í úrslitaleik, 25:19.

Embla Steindórsdóttir t.v. og Elísa Helga Sigurðardóttir. Mynd/EHF


Til viðbótar við landslið Íslands og Serbíu verða landslið Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu með í keppninni um EM-sætið í nóvemberlok. Austurríki, Slóvakía og Slóvenía voru í þremur neðstu sætum á Evrópumeistaramóti U17 ára landsliða kvenna sem lauk einnig í gær með sigri Ungverja.

Thelma Melsteð Björgvinsdóttir t.v. og Elín Klara Þorkelsdóttir. Mynd/EHF

Ungverjar unnu þar með bæði U19 og U17 ára Evrópumót kvenna í sumar.
Fyrirkomulag þessarar keppni verður nánar kynnt í vikunni um leið og þátttökuþjóðirnar fimm geta sóst eftir að vera gestgjafi keppninnar.

Lilja Ágústsdóttir t.v. og Sara Dröfn Richardsdóttir. Mynd/EHF


Sigurliðin tvö í B-deild EM U17 ára landsliða sem lauk í gær, Holland og Norður Makedónía, tryggðu sér sæti í lokakeppni EMU17 ára 2023, á HMU18 ára 2022 og á EMU19 ára 2023. Það var því eftir miklu að slægjast að vinna B-deildirnar sem íslenska landsliðið var hársbreidd frá að gera.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -