- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17 ára fór hressilega af stað á Opna EM í Gautaborg

Piltarnir í U17 ára landsliðinu sem vann færeyska landsliðið á í æfingaleik 3. júní sl. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

U17 ára landslið karla í handknattleik hóf keppni á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í dag af miklum krafti. Þeir léku tvo leiki, þann fyrri í morgun gegn Lettlandi, og hinn síðari í kvöld við Eistland. Íslensku piltarnir unnu báða leiki afar örugglega, Letta 30:22, og Eistlendinga með 10 marka mun, 24:14. Hvor leikur stóð yfir í 2×20 mínútur.

Íslensku piltarnir komust fyrst yfir í leiknum við lettneska landsliðið þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 9:8. Þremur mörkum munaði í hálfleik, 13:10.

Munurinn var tvö til þrjú mörk framan af seinni hálfleiksins og mikill hraði var í byrjun hálfleiksins. Íslensku strákarnir réðu betur við hraðann og hægt og rólega jókst forskotið og lauk leiknum með átta marka sigri, 30:22.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 8, Magnús Dagur Jónatansson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Max Emil Stenlund 2, Antonie Óskar Pantano 1.
Óskar Þórarinsson varði 15 skot í markinu.

Eistlendingar voru ekki fyrirstaða

Ljóst var frá byrjun í síðari leik dagsins, gegn Eistlandi, að talsverður munur væri á liðunum. Íslendku strákarnir voru vel stemmdir og áttu Eistarnir í vandræðum með að komast fram hjá góðri íslenskri vörn. Strákarnir voru því með frumkvæðið allann fyrri hálfleikinn og voru átta mörkum yfir, 12:4, að honum loknum.

Meira jafnræði var með markaskori liðanna í seinni hálfleiknum en sigurinn var aldrei í hættu, lokatölur, 24:14.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 5, Dagur Árni Heimisson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Antonie Óskar Pantano 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Harri Halldórsson 2, Hugi Elmarsson 2, Nathan Helgi Asare 1.
Sigurjón Bragi Atlason varði 10 skot í markinu.

Í fyrramálið mætir íslenska landsliðið því sænska en síðdegis bíða Pólverjarnir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -