Strákarnir í U17 ára landsliðinu í handknattleik fengu fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Zvolen í Slóvakíu í dag. Þeir unnu landslið Króata með níu marka mun, 35:26, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:14.
Leikurinn fór rólega af stað og var nokkuð jafn til að byrja með. Um lok fyrri hálfleiks small íslenska vörnin hins vegar og Króatar áttu engin svör. Íslensku strákarnir komust fyrst yfir þegar 4 mínutur voru eftir af hálfleiknum og gáfu þá í. Sterk vörn skilaði mörgum hraðaupphlaupum og þegar gengið var til búningsherbergja voru strákarnir yfir, 19:14.
Strákarnir mættu jafn ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og tóku leikinn föstum tökum. Eftir 10 mínútna leik komst íslenska liðið í 11 marka forystu. Strákarnir gáfu ekkert eftir og lönduðu að lokum 9 marka sigri.
Íslenska liðið lék mjög öfluga 5-1 vörn sem Króatarnir höfðu engin svör við.
Á morgun leikur íslenska liðið við það danska.
Mörk Íslands: Eiður Valsson 9, Gísli Jóhannsson 8, Róbert Davíðsson 5, Andri Clausen 4, Daníel Reynisson 3, Ívar Viðarsson 3, Arnþór Sævarsson 2, Örn Alexandersson 1.
Ari Dignus Maríuson átti stórleik í markinu og varði 12 skot.
Úrslit leikja.
A-riðill:
Þýskaland – Slóvakía 40:17.
Slóvenía – Portúgal 25:30.
B-riðill:
Króatía – Ísland 26:35.
Spánn – Danmörk 24:31.