- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Koma heim með silfur um hálsinn eftir hetjulega frammistöðu

U17 ára landsliðs kvenna hreppti silfurverðlaun í B-deild EM í handknattleik. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Leikmenn U17 ára landsliðs kvenna koma heim á morgun með silfurverðlaun um hálsinn eftir að hafa hafnað í öðru sæti í B-deild Evrópumótsins í Klaipéda í Litáen í dag. Í hörkuúrslitaleik mátti íslenska liðið bíta í það eldsúra epli að leikslokum að tapa fyrir liði Norður Makedónu í með einu marki, 27:26. Naumara gat það ekki verið.


Íslensku stúlkurnar lögðu allt í sölurnar í leiknum og geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir mótið, sex leikir að baki, fjórir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap og annað sæti.


Nokkurrar spennu gætti í upphafi leiks. Fyrsta marki skoraði Katrín Anna Ásmundsdóttir eftir ríflega fjórar mínútur. Lilja Ágústsdóttir bætti við öðru í kjölfarið, 2:0. Það var í annað af tveimur skiptunum í fyrri hálfleik þar sem munurinn var tvö mörk. Í hitt skiptið náðu leikmenn Norður Makedóníu að komast 11:9 yfir.


Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12. Íslenska liðið var heldur með frumkvæðið framan af síðari hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15:13 og 18:16 rétt fyrir miðjan hálfleikinn. Norður Maekdóníustúlkur jöfnuðu metin og komust yfir og voru alltaf markinu á undan þar til ein og hálf mínúta var eftir. Þær fengu hvað eftir að annað leika langar sóknir, jafnvel eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum. Ekta handknattleikur eins og þeim líkar best að leika í Norður-Makedóníu.


Þá náðu þær þriggja marka forskoti sem dugði þeim til þessa að hanga á sigrinum. Íslenska liðið lagði allt í sölurnar á síðustu mínútum en því miður nægði það ekki.


Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best í íslenska landsliðinu af mótshöldurum.


Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -