- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Slæmur fyrri hálfleikur setti strik í reikninginn

U17 ára landsliðið lék tvo leiki í úthverfi Prag í dag og í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið kvenna í handknattleik beið lægri hlut í síðari vináttulandsleik sínum við Tékka i Prag í kvöld, 28:14. Liðið tapaði einnig fyrri viðureigninni sem fram fór í gær.


Íslenska liðið átti undir brattann að sækja í fyrri hálfleiknum en hálfleikstölur voru 18:6, Tékkum í vil. Slök nýting færa og tæknifeilar sem skiluðu Tékkum hraðaupphlaupum einkenndu íslenska liðið þrátt fyrir að uppstilltur varnarleikur hafi verið góður framan af.

Lagt á ráðin í leiknum við Tékka í dag. Mynd/HSÍ


Í seinni hálfeik náðu íslensku stúlkurnar að ljúka sóknum sínum betur en markvarsla tékkneska liðsins gerði íslensku stúlkunum erfitt fyrir. Íslenska liðið tapaði seinni hálfleiknum, 10:8, og mikil batamerki á liðinu miðað við fyrri hálfleik.


Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Kristbjörg Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 13.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -