- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Mæta Noregi klukkan 8 í fyrramálið

Efri röð f.v.: Gísli Rúnar Guðmundsson flokkstjóri, Stefán Árnason þjálfari, Ágúst Guðmundsson, Jens Bragi Bergþórsson, Daníel Bæring Grétarsson, Max Emil Stenlund, Jökull Helgi Einarsson, Antonie Óskar Pantano, Dagur Árni Heimisson, Aron Daði Stefánsson, Heimir Örn Árnason þjálfari, Unnar Arnarsson sjúkraþjálfari. Neðri röð f.v.: Bernard Kristján Owusu Darkoh, Stefán Magni Hjartarson, Sigurjón Bragi Atlason, Óskar Þórarinsson, Hugi Elmarsson, Jónas Karl Gunnlaugsson, Magnús Dagur Jónatansson. Mynd/Aðsend. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, leikur við Norðmenn um 5. sætið á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu. Loksins hefur verið staðfest að flautað verður til leiks í fyrramálið klukkan 10 að staðartíma, 8 hér heima á Fróni.

Leiktíminn hefur verið á reiki á heimasíðu mótsins og fyrr í kvöld sagði handbolti.is frá öðrum leiktímum sem ekki stóðust þegar allt kom til alls. Fyrir stundu bárust skilaboð frá Stefáni Árnasyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, með niðurnegldum leiktíma.


Vonast menn nú eftir að vakna ekki upp við vondan draum í fyrramálið í Maribor með enn nýjum leiktíma. Lausatök eru á skipulagi Slóvena á Ólympíudögunum og upplýsingar á heimasíðu á tíðum í skötulíki.

Streymi frá leiknum verður m.a. hægt að nálgast á handbolti.is.

Þetta verður önnur viðureign íslenska og norska landsliðsins á mótinu. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar á mánudaginn. Íslensku piltarnir unnu, 34:32.

Norðmenn unnu Portúgala, 35:25, í síðari viðureign krossspilsins um fimmta til áttunda sætið í dag en liðin mættust í kjölfarið á sigri íslensku piltanna yfir þeim þeim svartfellsku, 37:30, og sagt er frá hér.

Þýskaland vann Ungverjaland, 31:24, í fyrri undanúrslitleiknum og leikur til úrslita á morgun.

Slóvenar lögðu Króata í hinni viðureign undanúrslita, 50:49, eftir framlengingu og maraþonvítakeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -