- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Mæta Svartfellingum á föstudag

Íslensku piltarnir mæta Svartfellingum árla dags. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Slóvenum í lokaumferð riðlakeppni Ólympíudaga Evrópuæskunnar í handknattleik karla í dag nægði ekki til að komast í undanúrslit. Íslensku piltarnir mæta Svartfellingum á föstudaginn í krossspili um fimmta til áttunda sætið. Sigurliðið leikur við Noreg eða Portúgal um fimmta sætið á laugardaginn. Tapliðið leikur sama dag um sjöunda sætið.

Leikur við Svartfellinga hefst klukkan 12.30 á föstudaginn. Streymi frá leiknum verður aðgengilegt á handbolti.is.

Markatalan skipti máli

Þjóðverjar unnu Noreg í síðari leik riðilsins, 35:26. Þar með enduðu Þýskaland, Slóvenía og Ísland jöfn að stigum, með fjögur hvert. Af því leiddi að úrslit eða markatala liðanna í innbyrðis leikjum þeirra ræður niðurstöðunni í riðlinum.

Níu mörk í plús

Hún er sú að þýska liðið hreppir efsta sætið með níu mörk í plús, ellefu marka sigur á Íslandi mínus tveggja marka tap fyrir Slóveníu.

Tvö mörk í mínus

Slóvenar höfnuðu í öðru sæti með tvö mörk í mínus samanlagt úr leikjunum tveimur, tveggja marka sigur á Þýskalandi og fjögurra marka tap fyrir Íslandi.

Sjö mörk í mínus

Íslenska liðið situr í þriðja sæti með sjö mörk í mínus, ellefu marka tap fyrir Þýskalandi og fjögurra marka sigur á Slóveníu.

Noregur rekur lestina í riðlinum án stiga.

Úrslit og lokastaðan

Hér fyrir neðan eru úrslit leikja handknattleikskeppninnar í karlaflokki á Ólympíudögum Evrópusæskunnar.

A-riðill:
Ungverjaland – Svartfjallaland 39:28. 
Króatía – Portúgal 33:28.
Króatía – Svartfjallaland 42:21.
Ungverjaland – Portúgal 37:31.
Portúgal – Svartfjallaland 41:19.
Ungverjaland – Króatía 34:34.
Staðan:

Króatía3210109:835
Ungverjaland3210109:935
Portúgal3102100:892
Svartfj.land300368:1220


B-riðill:
Slóvenía – Þýskaland 30:28.
Ísland – Noregur 34:32.
Slóvenía – Noregur 40:30.
Þýskaland – Ísland 35:24.
Slóvenía – Ísland 27:31.
Þýskaland – Noregur 35:26.
Staðan

Þýskaland320198:804
Slóvenía320197:894
Ísland320189:944
Noregur300388:1090

Til undanúrslita leika:
Króatía – Slóvenía.
Ungverjaland – Þýskaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -