- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið mætir andstæðingum frá EM í fyrra á HM í sumar

Leikmenn U17 ára landsliðsins fagna eftir leik á EM í fyrra. Einhverjar stúlknanna verða vafalaust í U18 ára landsliðinu á HM í Kína í sumar. Mynd/HF Montenegro
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, verður í hörkuriðli á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst. Dregið var í riðla í laugardaginn í framhaldi af drætti í riðla HM 20 ára landsliða kvenna þar sem Ísland verður einnig á meðal þátttökuþjóða.

Sjá einnig: U20 ára landsliðið með heimaliðinu og Afríkumeisturunum í riðli á HM

Þekktir andstæðingar

Íslenska landsliðið verður í riðli með Þýskalandi, Tékklandi og Gíneu. Þýskaland hafnaði í þriðja sæti á EM 17 ára landsliða í fyrra, Tékkar voru í 12. sæti og Ísland í 15. sæti en liðin þrjú voru saman í riðli á fyrsta stigi mótsins.

Ísland fékk boð um þátttöku á mótinu sem fyrsta varaþjóð í framhaldi af árangri U17 ára landsliðsins, undir stjórn Rakelar Daggar Bragadóttur og Sigurjóns Friðbjörns Björnssonar, á Evrópumótinu sem haldið var í Podgorica í Svartfjallalandi á síðasta sumri. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana í gær.

Riðlaskiptingin:

A-riðill:E-riðill:
SerbíaDanmörk
SvíþjóðKína
AusturríkiTaívan
ChileGrænland
B-riðill:F-riðill:
KróatíaUngverjaland
SvartfjallalandNoregur
NígeríaArgentína
AngólaKasakstan
C-riðill:G-riðill:
JapanEgyptaland
HollandRúmenía
Suður KóreaSpánn
KanadaSviss
D-riðill:H-riðill:
FrakklandÞýskaland
BrasilíaTékkland
IndlandGínea
KósovóÍsland

Hvað tekur við?

Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í 16-liða úrslit. Tvö neðri liðin í hverjum riðli halda áfram keppni um sæti 16 til 32.

Kostnaðarsöm þátttaka

Æfingar og undirbúningur hefst fljótlega hjá leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins. Víst er að kostnaður við þátttökuna verður mikill og því miður mun það koma í hlut leikmanna og forráðamanna þeirra að standa undir kostnaðinum með sölu á margvíslegum varningi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -