Leikmenn U18 ára landsliðs kvenna í handknattleik nýttu frídag frá leikjum í undankeppni EM til þess að að búa sig undir úrslitaleikinn við Serba á morgun. Auk endurheimtar, æfinga og funda var hugað að náminu sem ekki má sitja á hakanum þótt í mörg horn sé að líta. Einnig var farið út í gönguferð í Belgrad og litið á næsta nágrenni hótelsins sem liðið flutti inn á síðdegis í gær.
Deginum lauk svo með æsilega spennandi spurningakeppni á milli herbergja. Markverðirnir, Ingunn María Brynjarsdóttir og Isabella Schöbell Björnsdóttir, stóðu uppi sem sigurvegarar.
Úrslitaleikur Serbíu og Íslands um farseðil í lokakeppni EM2023 hefst klukkan 17 á morgun.
Guðríður Guðjónsdóttir fararstjóri sendi handbolta.is nokkrar myndir frá deginum í Belgrad.
- Auglýsing -