- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Stórkostlegur lokakafli færði stelpunum sigur

Íslenska landsliðið eftir sigurinn á Slóvenum í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sýndi stórkostlegan karakter á síðustu tíu mínútunum gegn Slóvökum í undankeppni EM í Belgrad í Serbíu. Stelpurnar unnu upp þriggja marka forskot Slóvaka, 24:21, á síðustu tíu mínútunum og gerðu gott betur því þær unnu leikinn með þriggja marka mun, 29:26, eftir hreint magnaðann lokakafla.
Þar með mætir íslenska liðið Serbum á fimmtudaginn kl. 17 í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM 2023.


Sælar eftir sigurinn í dag. Mynd/HSÍ

Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og var yfir, 11:7, eftir 17 mínútur og við tók erfiður kafla fram að hálfleik þegar Slóvakar voru marki yfir, 15:14. Jafnt var framan síðari hálfleik en þegar kom inn á annan þriðjung leiktímans sigldu Slóvakar framúr, ekki síst fyrir stórleik Silviu Bronisovu markavarðar. Það blés ekki byrlega 11 mínútum fyrir leikslok þegar íslenska liðið var þremur mörkum undir.


Í þeirri varð íslenska liðið manni fleira um stund og nýtti þá stöðu vel og minnkaði muninn í eitt mark. Við tóku hrikalega spennandi lokamínútur þar sem varnarleikur íslenska liðsins gekk afar vel auk þess sem Ingunn María Brynjarsdóttir varði vel í markinu. Allt lagðist á eitt við að snúa við taflinu en fyrst og fremst var það óbilandi karakter íslensku stúlknanna sem skilað þeim þessum frábæra sigri. Þessum hópi er svo sannarlega ekki fisjað saman.

Mynd/HSÍ


Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1/1.

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 10 skot.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -