- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: „Vinnusemi, dugnaður og liðsheild“

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari ræðir við leikmenn U18 ára landsliðsins í leik síðasta sumar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég er fyrst og fremst ánægður með stelpurnar og þann magnaða karakter sem þær sýndu að gefast aldrei upp þótt staðan væri erfið þremur mörkum undir og rúmar tíu mínútur til leiksloka því á þeim tíma hafði eitt og annað ekki gengið upp hjá okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U18 ára landsliðs kvenna eftir stórbrotinn lokakafla sem færði íslenska liðinu sigur, 29:26, á Slóvökum í annarri umferð undankeppni EM í Belgrad í dag.


„Vinnusemi, dugnaður og liðsheild var til fyrirmyndar. Þessi atriði skópu þennan sigur,” sagði Ágúst Þór sem var rétt að jafna sig þegar hann var í sambandi við handbolta.is eftir magnþrungnar lokamínútur.


„Það fór mikil orka í leikinn enda var tempóið hátt. Við náðum að spila á fimmtán leikmönnum og dreifa þar með álaginu vel sem er afar mikilvægt. Varnarleikurinn, jafnt 6/0 sem 5/1 gekk vel og Ingunn María var öflug í markinu. “

Hressar eftir sigurin magnaði á Slóvökum í dag. Mynd/HSÍ

Mörk úr öllum stöðum – álagi dreift

„Í sóknarleiknum var mikilvægt að margar af stelpunum lögðu í púkkið. Við fengum mörk úr eiginlegum öllum stöðum sem var mjög sterkt.
Það er mjög gott að hafa þegar unnið bæði Slóveníu og Slóvakíu. Lið sem hafa verið í hópi A-liða.

Framundan er lokaleikur við Serba á fimmtudaginn. Morgundaginn verðum við að nýta vel til þess að safna orku og búa okkur undir úrslitaleikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U18 ára landsliðs kvenna hress að vanda.


Úrslitaleikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 17 á fimmtudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -