- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Glíma næst við Svía og eftir það gegn Spánverjum

Adam Thorstensen, markvörður. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Piltarnir í U19 ára landsliðinu í handknattleik karla eiga frí frá leikjum á Evrópumeistaramótnu í Króatíu í dag eftir að hafa tryggt sér annað sæti i A-riðli mótsins í gær með sigri á Serbum, 31:30, í hörkuleik í íþróttahöllinni í Varazdin.

Á morgun hefst keppni í milliriðlum. Íslenska liðið mætir sænska landsliðinu. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á leikinn í beinni og endurgjaldslausri útsendingu hjá ehftv.com.


Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum í millriðlum meðal átta efstu liða mótsins. Íslenska liðið verður í riðli með Svíþjóð, Spáni og Slóvenum. Þeir síðarnefndu taka með sér sigur á íslenska liðinu inn í millriðla.


Þriðjudaginn 17.8:
Kl. 16.30 Ísland – Svíþjóð.
Kl. 18.30 Slóvenía – Spánn.
Miðvikudaginn 18.8:
Kl. 16.30 Svíþjóð – Slóvenía.
Kl. 18.30 Ísland – Spánn.


Í hinum milliriðli átta liða úrslita eiga landslið Dana, Króata, Portúgala og Þjóðverja sæti. Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins.


Að milliriðlakeppninni lokinni mætast tvö efstu lið hvors riðils í krossspili í undanúrslitum. Liðin sem verða í þriðja og fjórða sæti í milliriðlum eigast við í krossspili um fimmta til áttunda sæti. Krossspilið fer fram á föstudaginn.


Leikið verður til úrslita á sunnudaginn og leikið um sæti frá eitt til átta.
Einnig verður leikið um sæti níu til sextán. Þær viðureignir fara fram á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -