Piltarnir í U19 ára landslið Íslands í handknattleik leika sinn síðasta leik á Evrópumeistaramótinu í Króatíu gegn Svíum á sunnudagsmorgun. Flautað verður til leiks klukkan átta. Úrslit leiksins ráða því hvort sjöunda eða áttunda sætið verður hlutskipti þeirra. Íslenska liðið tapaði fyrir liði Portúgals í dag, 33:30. Eins og áður var ljósmyndari Kolektiffimages á leiknum. Hér fyrir neðan er nokkrar myndir úr safni hans.
- Auglýsing -