Að loknum æfingum og að vandlega íhuguðu máli hafa Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik valið keppnishóp fyrir verkefni sumarsins þar sem hæst ber þátttaka á heimsmeistaramótinu í Króatíu frá 2. til 13. ágúst.
Til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið tekur landsliðið þátt í fjögurra liða móti í Lübeck í Þýskalandi 14. – 16. júlí og leikur tvo landsleikir við Færeyinga ytra 22. og 23. júlí. Færeyska landsliðið tekur einnig þátt í heimsmeistaramótinu í Króatíu.
Styrktarþjálfun er hafin og stendur yfir til 25. júní. Æfingar í sal með bolta hefjast 26. júní.
Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Ros/Drammen (Noregi).
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Til vara:
Daníel Stefán Reynisson, Fram.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Kristján Rafn Oddsson, markvörður, FH.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukum.
Þjálfarar:
Heimir Ríkarðsson.
Einar Jónsson.