Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Svíum, 29:27, í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik karla, í dag eins og áður hefur komið fram. Því miður gekk rófan ekki að þessu sinni hjá íslensku piltunum. Þeir mæta Spánverjum á morgun kl. 18.30 í síðari leiknum í milliriðli eitt og taka síðan þátt í krossspili um fimmta til áttunda sæti mótsins á föstudag og á sunnudaginn.
Eins og venjulega voru ljósmyndarar Kolektiffimages á vaktinni á leiknum í dag og hér fyrir neðan er nokkrar myndir úr safni þeirra frá viðureign Íslands og Svíþjóðar.
- Auglýsing -