- Auglýsing -
Ísland og Spánn mættust í millriðlakeppni EM í handknattleik karla, 19 ára og yngri í Varazdin í Króatíu í kvöld. Spánn hafði betur, 32:25, og komst þar með í undanúrslit. Vonir íslenska liðsins um sæti í undanúrslitum voru úr sögunni fyrir viðureignina í kvöld. Næsti leikur íslenska liðsins verður við Portúgal á föstudaginn. Þangað til er hægt að líta á nokkrar myndir frá leiknum í kvöld frá EHF/Kolektiffimages.
- Auglýsing -