Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri er þessa stundina að leika við Serba í þriðju og síðustu umferð A-riðils Evrópumótsins í Varazdin í Króatíu. Serbar eru marki yfir í hálfleik eftir að hafa byrjað leikinn vel og verið um skeið fimm mörkum yfir, 10:5.
Sigurliðið í leiknum fer í átta liða úrslit en tapliðið tekur sæti í keppni um níunda til sextánda sætið.
Handbolti.is mun greina frá úrslitum leiksins um leið og honum verður lokið. Hægt er fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á ehftv.com.
Handbolti.is fékk nokkrar myndir sendar sem teknar voru fyrir leikinn þegar íslensku piltarnir voru að mæta í keppnishöllina.
- Auglýsing -