- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Þjóðverjar burstuðu Króata í úrslitaleiknum

Þýska landsliðið varð Evrópumeistari U19 ára landsliða í Króatíu. Þjálfari liðsins er gamla brýnið Klaus-Dieter Petersen. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Þjóðverjar tryggðu sér í dag Evrópumeistaratitilinn í handknattleik karla, liðum skipuðum leikmönnum 19 ára yngri. Þeir unnu Króata með yfirburðum í úrslitaleik mótsins í Varazdin í Króatíu, 34:20. Þýska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14. Bæði lið voru taplaus í mótinu áður en kom að úrslitaleiknum.


Leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar en eftir að Þjóðverjar náðu þriggja marka forskoti, 11:8, þá virtist loftið síga jafnt og þétt úr leikmönnum Króata. Þeir voru svo alveg punkteraðir í síðari hálfleik.


Leikurinn um bronsverðlaunin var heldur ekki jafn og spennandi. Spánverjar voru mikið sterkari en Slóvenar þegar á hólminn var komið og unnu sannfærandi sigur, 37:28.

Arnór Atlason fylgist einbeittur með leiknum við Portúgal í dag. Mynd/EHF Kolektiffimages


Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska landsliðinu unnu Portúgala í leiknum um fimmta sætið, 31:27. Tókst þeim að svara fyrir tap í fyrri leik liðanna á mótinu sem portúgalska liðið vann með sömu markatölu.


Röð liðanna:
1.Þýskaland, 2. Króatía, 3. Spánn, 4. Slóvenía, 5. Danmörk, 6. Portúgal, 7. Svíþjóð, 8. Ísland, 9. Ungveraland, 10. Frakkland, 11. Noregur, 12. Ítalía, 13. Serbía, 14. Ísrael, 15. Rússland, 16. Austurríki.


Ísrael, Rússland og Austurríki falla niður í B-deild. Í þeirra stað taka sæti Færeyjar, Pólland og Svartfjallaland sæti í EMU20 ára landsliða sem fer fram 7. til 17. júlí á næsta ári. Á næstunni skýrist hver verður gestgjafi mótsins.


Úrvalslið mótsins:
Markvörður: David Späth, Þýskalandi.
Vinstra horn: Ivan Barbic, Króatíu.
Vinstri skytta: Elliot Stenmalm, Svíþjóð.
Miðjumaður: Mitja Janc, Slóveníu.
Hægri skytta: Renars Uscins, Þýskalandi.
Hægra horn: Francisco Costa, Portúgal.
Línumaður: Javier Roudrigues, Spáni.
Varnarmaður: Mislav Obradovic, Króatíu.
Mikilvægasti leikmaðurinn, MVP: Mitja Janc, Slóveníu.

Markahæstir: Mitja Janc, Slóveníu, og Elliot Stenmalm, Svíþjóð, 61 mark hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -