- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Verða Arnór og Danir andstæðingar Íslendinga?

Arnór Atlason fer yfir málin með piltunum í U19 ára liði Danmerkur á EM fyrir tveimur árum. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska landsliðinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára yngri, þarf á stórsigri að halda í dag í leik sínum gegn Portúgal til þess að komast í undanúrslit Evrópumótsins sem haldið er í Króatíu. Um leið verða þeir að treysta á að þýska landsliðið öngli ekki í stig í viðureign sinni við Króata. Komist Danir ekki í undanúrslit gætu þeir orðið andstæðingar íslenska landsliðsins í leikjum um fimmta til áttunda sætið á föstudag og á sunnudag.


Danir töpuðu í gær fyrir Króötum, 27:24, í milliriðli tvö í átta liða úrslitum mótsins. Þýskaland vann Portúgal 34:30. Króatar hafa þar með fjögur stig, Þjóðverjar þrjú stig og fjögur mörk í plús, Danir eitt og tvö mörk í mínus þegar litið er á markatöluna. Portúgal rekur lestina án stiga. Jafntefli varð í viðureign Dana og Þjóðverja í riðlakeppni mótsins.

Staðan í milliriðli 2:
Króatía 2 - 2 - 0 - 62:56 - 4.
Þýskaland 2 - 1 - 1 - 0 - 63:59 - 3.
Danmörk 2 - 0 - 1 - 1 - 54:56 - 1.
Portúgal 2 - 0 - 0 - 2 - 61:69 - 0.
Leikir dagsins: 
Kl. 16.30 Danmörk - Portúgal.
Kl. 18.30 Króatía - Þýskaland.
Hægt er að fylgjast með leikjunum á ehftv.com.

Þrjú mörk á 30 sekúndum

Í hinum milliriðli átta liða úrslitanna þá náðu Spánverjar, sem íslensku piltarnir mæta í kvöld, jafntefli á hreint ævintýralegan hátt á móti Slóvenum í gærkvöld. Spænska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins en það var undir, 37:34, þegar hálf mínúta var til leiksloka. Þar með eygir spænska liðið möguleika á sæti í undanúrslitum, annað hvort með sigri á Íslendingum eða jafntefli. Til þess verða Slóvenar að vinna Svía og þá helst með alltént þriggja marka mun þannig að jafntefli nægi.

Staðan í millriðli 1:
Slóvenía 2 - 1 - 1 - 0 - 63:59 - 3.
Svíþjóð 2 - 1 - 1 - 0 - 64:62 - 3.
Spánn 2 - 0 - 2 - 0 - 72:72 - 2.
Ísland 2 - 0 - 0 - 2 - 49:55.
Leikir dagsins:
Kl. 16.30 Svíþjóð - Slóvenía.
Kl. 18.30 Spánn - Ísland.
Hægt er að fylgjast með leikjunum á ehftv.com.

Norðmenn í fallhættu

Í keppni um níunda til sextánda sætið þá biðu Norðmenn skipbrot í leik sínum við Frakka og töpuðu með 12 marka mun, 30:18. Þar með eiga Norðmenn á hættu að falla niður í B-deild Evrópumótsins en liðin sem hafna í þréttánda til sextánda sæti mótsins taka sæti í B-deild. Rússar eru fallnir niður og eins Serbar sem töpuðu óvænt og stórt fyrir Ísraelsmönnum í gær, 35:28.


Frakkar og Ungverjar eru hinsvegar í góðum málum og ljóst að lið þessara þjóða halda sæti í A-keppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -