Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, dróst í riðil með Afríkumeisturum Angóla, Norður Makedóníu og Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu frá 19. til 30. júní í sumar. Dregið var í riðla fyrir hádegi í Þýskalandi.
Sjá einnig: U18 ára landsliðið mætir andstæðingum frá EM í fyrra á HM í sumar
Alls taka 32 landslið þátt í mótinu og voru þau dregin í átta riðla með fjórum liðum í hverjum. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki af fjórum.
Að riðlakeppninni lokinni komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í baráttuna í efri hlutanum. Tvö neðstu fara í kapphlaup um forsetabikarinn.
Riðlaskiptingin:
| A-riðill: | E-riðill: |
| Rúmenía | Svíþjóð |
| Holland | Tékkland |
| Brasilía | Kína |
| Íran | Alsír |
| B-riðill: | F-riðill: |
| Sviss | Frakkland |
| Egyptaland | Þýskaland |
| Túnis | Spánn |
| Chile | (wild card) |
| C-riðill: | G-riðill: |
| Ungverjaland | Portúgal |
| Suður Kórea | Svartfjallaland |
| Argentína | Gínea |
| Mexíkó | Úsbekistan |
| D-riðill: | H-riðill: |
| Danmörk | Angóla |
| Noregur | N-Makedónía |
| Japan | Ísland |
| Taívan | Bandaríkin |
Landsliðið hefur verið valið
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U20 ára lands kvenna völdu fyrir nokkru síðan hópinn sem tekur þátt í undirbúningi fyrir mótið og síðan þátttöku á því. Hópinn er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.



