Viðureign Íslands og Slóveníu í krosspili um níunda til tólfta sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik hefst klukkan 16 á föstudaginn. Handknattleikssamband Evrópu gaf loksins út staðfesta leiktíma seint í gærkvöld. Það fer síðan eftir hvernig gengur í leiknum á föstudaginn hvort íslensku piltarnir leika klukkan 15 eða 17.30 á laugardaginn.
Eins og margoft hefur komið fram hafa leikirnir á föstudaginn mikla þýðingu vegna þess að ellefu efstu liðin á mótinu öðlast sæti á heimsmeistaramóti U21 ára landslið á næsta ári. Þjóðverjar eru taldir með þessum ellefu en þeir verða gefsgjafar HM á næsta ári ásamt Grikkjum.
Leikir og leiktímar á föstudaginn
9. – 12. sæti:
16.00 Slóvenía – Ísland.
18.30 Ítalía – Færeyjar.
Sigurliðin leika um 9. sæti á laugardaginn.
Tapliðin leika um 11. sæti á laugardaginn.
Leiktímar á laugardaginn, klukkan 15 og 17.30.
Ellefu efstu liðin á mótinu, að þýska liðinu meðtöldu, tryggja þjóðum sínum keppnisrétt á HM U21 árs landsliða sem fram fer í Grikklandi og Þýskaland frá 20. júní til 2. júlí á næsta ári.
Undanúrslit:
18.30 Portúgal – Svíþjóð.
15.30 Serbía – Spánn.
Sigurliðin leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn.
Tapliðin leika um bronsverðlaunin á sunnudaginn.
5. – 8. sæti:
11.00 Þýskaland – Ungverjaland.
13.30 Danmörk – Frakkland.
Sigurliðin leika um 5. sætið á sunnudaginn.
Tapliðin leika um 7. sætið á sunnudaginn.
Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins.
13. – 16. sæti:
11.00 Pólland – Svartfjallaland.
13.30 Króatía – Noregur.
Sigurliðin leika um 13. sætið á laugardaginn.
Tapliðin leika um 15. sætið á laugardaginn.